Veita 5 kviðdómendum pólitískt hæli

Þjóðþing Venesúela. Stjórnlagaþingið var látið taka við af þjóðþinginu á …
Þjóðþing Venesúela. Stjórnlagaþingið var látið taka við af þjóðþinginu á meðan breytingar eru gerðar á stjórnarskrá landsins. AFP

Stjórnvöld í Chile greindu í dag frá því að þau hafi veit fimm Venesúelabúum, sem leituðu hælis í sendiráði Chile í Caracas höfuðborg Venesúela, hæli. Mikil ringulreið hefur verið í Venesúela undanfarna mánuði og hefur hún aukist enn frekar eftir að nýlegar stjórnlagaþingskosningar í landinu.

Fimmmenningarnir sem leituðu hælis í sendiráðinu tilheyra hópi 33 einstaklinga sem höfðu verið tilnefndir af þjóðþinginu, sem stjórnlagaþing Nicolasar Maduro forseta landsins var látið taka við af, til að sitja í kviðdómi Hæstaréttar. Sama dag sendu stjórnvöld frá sér handtökuskipun á alla 33 kviðdómendurna og var einn þeirra handtekinn og færður fyrir herdómstól næsta dag.

Í kjölfarið leituðu fimmmenningarnir í sendiráð Chile og óskuðu verndar þar. Roberto Enriquez, einn af stjórnmálamönnum stjórnarandstöðunnar, leitaði líka hælis í sendiráðinu en hann er ekki í hópi þeirra sem veitt hefur verið hæli.

„Það er tímabært að virða skuldbindingar okkar og samstöðu,“ sagði  Heraldo Munoz, utanríkisráðherra Chile, er hann greindi frá ákvörðuninni.

„Stjórnvöld í Chile hafa ákveðið að veita þessum fimm Venesúelaborgurum diplómatískt hæli.“ Hafa stjórnvöld í Venesúela verið beðin um að tryggja örugga ferð fimmmenninganna úr landi.

Greint var frá því í gær að stjórnvöld í Kólumbíu hafi boðið Luisu Ortega, fyrrverandi dómsmálaráðherra Chile, pólitískt hæli. Ortega, sem hefur verið harður gagnrýnandi Maduros, flúði úr landi eftir að hún var hrakin úr embætti.

Maduro kom á fót sérstöku stjórnlagaþingi sem skipað er þingmönnum sem eru hliðhollir núverandi stjórnvöldum, á meðan breytingar eru gerðar á stjórnarskrá landsins, en stjórnlagaþingið nýtur ekki viðurkenningar neinna annarra ríkja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert