Von á fréttum síðdegis af líkinu

Kafbáturinn UC3 Nautilus.
Kafbáturinn UC3 Nautilus. AFP

Lögreglan í Kaupmannahöfn á von á því að geta veitt frekari upplýsingar um líkið sem fannst í sjónum við Amager síðdegis. Ekki er vitað hvort þetta er lík sænsku blaðakonunnar Kim Wall sem hefur verið saknað frá því 10. ágúst.

Í frétt Politiken í morgun er vísað í Twitter-færslu lögreglunnar um að hún eigi von á því að vita meira um lík konunnar síðdegis en á þessari stundu sé ekki hægt að veita frekari upplýsingar. Fjölmiðlum verði ekki veitt viðtöl þangað til.

Það var hjólreiðamaður á ferð meðfram sjávarsíðunni sem fann líkið í sjónum síðdegis í gær. Um konu er að ræða en líkið er aflimað, vantar höfuð, hendur og fætur.

Peter Madsen, eig­andi og skip­stjóri kaf­báts­ins, sem sit­ur í gæslu­v­arðhaldi vegna and­láts sænsku blaðakon­unn­ar Kim Wall, breytti framb­urði sín­um þegar hann kom fyr­ir dóm­ara 12. ág­úst en áður hafði hann haldið því fram að hann hafi sett Wall á land í Kaup­manna­höfn.

Í gærmorg­un greindi lög­regl­an í Kaup­manna­höfn frá hluta af því sem Madsen sagði fyr­ir lukt­um dyr­um í rétt­ar­saln­um 12. ág­úst. Þar kom fram að Wall hafi lát­ist af slys­för­um um borð og hann hafi hent henni fyr­ir borð ein­hvers staðar í Køge-flóa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert