Ekki er vitað til þess að önnur skordýr en moskítóflugur séu smitberar á Vesturlöndum þótt greinst hafi sýktir blóðmítlar í Afríku og Asíu. Aðrar smitleiðir eru þó þekktar, en mjög sjaldgæft er að fólk smitist eftir þeim. Hér er um að ræða blóðgjafir, líffæraígræðslur, brjóstamjólk og yfir fylgju frá móður til fósturs.

Um 80% þeirra sem smitast af vesturnílarveirunni fá engin einkenni sýkingar. Langflestir þeirra sem veikjast fá svokallaða vesturnílarhitasótt. Einkenni hennar eru hiti, höfuðverkur, slen, beinverkir og í sumum tilfellum húðútbrot á búknum ásamt bólgnum eitlum. Hitasóttin getur varað allt frá fáeinum dögum til nokkurra vikna.

Áætlað er að einn af hverjum 150 einstaklingum sem smitast (eða innan við 1%) fái vesturnílarveiki sem er mun skæðari en hitasóttin. Einkenni vesturnílarveiki koma fram á taugakerfinu sem heilabólga, heilahimnubólga eða mænuveiki. Þessu fylgja höfuðverkur, stífur háls, ógleði og uppköst, hár hiti og lömun.

Frétt The Local