Gæddu sér á grísum sem þeir björguðu

Bóndinn sendi slökkviliðsmönnum pylsur sex mánuðum eftir eldsvoðann.
Bóndinn sendi slökkviliðsmönnum pylsur sex mánuðum eftir eldsvoðann. AFP

Slökkviliðsmenn sem björguðu grísum úr eldsvoða í febrúar fengu pylsur sem þakkargjöf frá bóndanum. Pylsurnar voru unnar úr dýrunum sem slökkviliðsmennirnir björguðu.

Slökkviliðsmennirnir björguðu grísum og tveimur gyltum úr eldsvoða í suðurhluta Englands. Bóndinn, Rachel Rivers, lofaði því að hún myndi gefa mönnunum lífrænar pylsur þegar dýrunum yrði slátrað. Hún stóð við loforð sitt og slökkviliðsmennirnir fengu sér grillaðar pylsur.

Bóndinn og slökkviliðsmennirnir hafa verið gagnrýndir en Rivers skilur að fólk sem styður velferð dýra sé ekki ánægt. „Þetta var bara táknrænt til að þakka fyrir frábæra þjónustu. Mennirnir voru í skýjunum með þetta,“ sagði Rivers.

„Þetta er það sem við gerum, við veitum grísunum frábært líf í hálft ár. Þeim er ekki haldið innandyra en þeir eru úti og fá lífræna fæðu sem er búin til á býlinu,“ bætti hún við.

„Þetta er hræðileg saga. Frábært að bjarta grísunum en af hverju að kunngera dauða þeirra. Þetta er vægðarlaust,“ skrifaði einn samfélagsmiðlanotandi um málið.

„Gat hún ekki bara sagt takk?“ spurði annar.

Frétt Guardian.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert