Teknir með þúsundir Trump e-taflna

Töflurnar 5.000 voru með áþrykktri mynd Bandaríkjaforseta.
Töflurnar 5.000 voru með áþrykktri mynd Bandaríkjaforseta. Ljósmynd/Lögreglan í Osnabrück

Karlmaður um fimmtugt og 17 ára sonur hans eru nú í haldi þýsku lögreglunnar eftir að lögregla lagði hald á þúsundir e-taflna með áþrykktri mynd af Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Að sögn þýsku lögreglunnar eru fíkniefnin metin á um 39.000 evrur, eða um 4,9 milljónir króna, en þau fundust við almennt vegaeftirlit lögreglu í Osnabrück.

Guardian segir feðgana hafa fullyrt að þeir hefðu farið til Hollands til að kaupa bíl, en ekki haft erindi sem erfiði og því væru þeir á heimleið.

Um 5.000 appelsínugular e-töflur með andliti Bandaríkjaforseta fundust í bílnum ásamt miklu magni af reiðufé.

Dómari úrskurðaði feðgana í gæsluvarðhald, en hald var lagt á bílinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert