„Ég veit bara að hún heitir Kim“

Kim Wall og Peter Madsen.
Kim Wall og Peter Madsen.

„Það er í lagi með mig,“ sagði brosandi Peter Madsen við fréttamann dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2 eftir að hann kom í land í kjölfar þess að kafbátur hans sökk. 

Madsen er grunaður um að hafa orðið sænsku blaðakon­unni Kim Wall að bana en út­lima­laust lík henn­ar fannst nokkr­um dög­um eft­ir að til­kynnt var um hvarf henn­ar. Saksóknari mun fara fram á að morðákæra verði lögð fram á hendur Madsen.

„Ertu með símanúmer konunnar?“ spurði lögreglumaður Madsen eftir að hann kom í land og ljóst var að Wall var hvergi sjáanleg.

„Það er í símanum mínum á hafsbotni,“ svaraði Madsen. 

„Veistu ekki hvað hún heitir?“ spurði þá annar lögreglumaður.

„Ég veit bara að hún heitir Kim. Ég kanna ekki bakgrunn blaðamanna sem hringja og biðja um að fá að ræða við mig,“ svaraði Madsen.

Madsen útskýrir fyrir fréttamanni að bilun hafi komið upp og kafbáturinn sokkið vegna þess. Lögregla telur hins vegar að bátnum hafi verið sökkt viljandi. 

Á leið í lögreglubílinn virðist Madsen ekkert hafa Kim Wall í huga, heldur spyr hann lögreglumann hver kostnaðurinn verði við að ná kafbátnum af hafsbotni.

Í upp­hafi sagðist Madsen hafa skilað Wall í land á eyju við Kaup­manna­höfn en breytti síðar framb­urði sín­um og sagði hana hafa lát­ist af slys­för­um um borð í bátn­um. Hann hafi varpað líki henn­ar frá borði og í hafið.

Madsen, sem er 46 ára, hef­ur setið í gæslu­v­arðhaldi síðan 12. ág­úst grunaður um mann­dráp af gá­leysi. Sak­sókn­ar­ar hafa tíma til 5. sept­em­ber til að óska eft­ir áfram­hald­andi gæslu­v­arðhaldi yfir hon­um.

Frétt Ekstrabladet.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert