Fundu líkamshluta í sjónum við Falsterbo

Sænskur björgunarsveitarbátur við leit að Kim Wall. Sænska lögreglan leitar …
Sænskur björgunarsveitarbátur við leit að Kim Wall. Sænska lögreglan leitar nú á svæðinu fyrir utan Falsterbo eftir að tilkynnt var um líkamshluta þar. AFP

Sænska lögreglan rannsakar nú fund á líkamshlutum í sjónum fyrir utan Falsterbo, eftir að tilkynning barst frá almennum borgara. Frá þessu er greint á vef danska dagblaðsins Politiken, sem segir enn þó vera of snemmt að segja til um hvort fundurinn tengist dauða sænsku blaðakonunnar Kim Wall.

Wall hvarf eftir að hafa farið í siglingu með Peter Madsen, eiganda kafbátsins Nautilusar.

Í yfirlýsingu frá Kaupmannahafnarlögreglunni segir að tæknideild sænsku lögreglunnar rannsaki nú hafsvæðið. „Það er of snemmt að segja hvort fundurinn tengist rannsókn dönsku lögreglunnar á Kim Wall,“ sagði í tilkynningunni.

Tilkynningin barst sænsku lögreglunni á hádegi í dag. 

Á mánu­dag greindi lög­regl­an frá því að Madsen, sem sit­ur í gæslu­v­arðhaldi vegna and­láts Wall, hafi breytt framb­urði sín­um þegar hann kom fyr­ir dóm­ara en áður hafði hann haldið því fram að hann hefði sett Wall á land í Kaup­manna­höfn.

Þar kom fram að Wall hefði lát­ist af slys­för­um um borð og hann hent henni fyr­ir borð ein­hvers staðar í Køge-flóa. Síðdeg­is á mánu­dag fann hjól­reiðamaður lík í sjón­um skammt frá Ama­ger er hann hjólaði meðfram strand­lengj­unni. Hann lét lög­reglu strax vita, líkið var aflimað, það er án höfuðs, fót­leggja og handleggja en réttarmeinafræðingar hafa staðfest að það sé af Kim. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert