Líkfundur á Mont Blanc

Mont Blanc.
Mont Blanc. AFP

Líkamsleifar þriggja einstaklinga sem talið er að hafi látið lífið á tíunda áratug síðustu aldar á Mont Blanc-fjallinu í ítölsku ölpunum fundust í vikunni.

Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum fann franskur fjallgöngumaður líkin og lét vita af þeim.

Líkamsleifarnar fundust á afskekktum jökli. „Jökullinn er á stöðugri breytingu en við getum fullyrt að fólkið lést í kringum árið 1995,“ sagði talsmaður vegna málsins.

Auk líkamsleifanna fann franski fjallgöngumaðurinn veski með þýsku skírteini frá 1995 sem tilheyrði 23 ára gömlum manni.

Mont Blanc, sem hef­ur ell­efu toppa yfir 4.000 metra hæð, er hæsta fjall Vest­ur-Evr­ópu og telst vera mik­il áskor­un fyr­ir fjall­göngu­menn.

Fjöldi fólks hefur látið lífið á fjallinu á síðustu viku, til að mynda fólk frá Tékklandi, Suður-Kóreu, Úkraínu og Þýskalandi. Þjóðverjarnir höfðu frosið í hel þegar þeir reyndu að klifra einn topp fjallsins.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert