Madsen verði ákærður fyrir morð

Peter Madsen, til hægri.
Peter Madsen, til hægri. AFP

Danskur saksóknari ætlar að fara fram á að morðákæra verði lögð fram á hendur kafbátahönnuðinum Peter Madsen.

„Við munum reyna að halda honum í gæsluvarðhaldi að minnsta kosti til 5. september vegna morðákæru [...] eftir að [aflimað lík] hennar fannst,“ sagði saksóknarinn Jacob Buch-Jespen við AFP-fréttastofuna og átti þar við Madsen.

Hann er grunaður um að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana en útlimalaust lík hennar fannst nokkrum dögum eftir að tilkynnt var um hvarf hennar.

Madsen, sem er 46 ára, hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 12. ágúst grunaður um manndráp af gáleysi.

Saksóknarar hafa tíma til 5. september til að óska eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir honum.

Í upphafi sagðist Madsen hafa skilað Wall í land á eyju við Kaupmannahöfn en breytti síðar framburði sínum og sagði hana hafa látist af slysförum um borð í bátnum. Hann hafi varpað líki hennar frá borði og í hafið.

Kim Wall.
Kim Wall. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert