Bauð upp 500 kíló af nashyrningshornum

Frá búgarði John Hume í Suður-Afríku. Hann á um 1.500 …
Frá búgarði John Hume í Suður-Afríku. Hann á um 1.500 nashyrninga en í S-Afríku eru um 80 prósent allra nashyrninga heims. AFP

Netuppboði á nashyrningshornum lauk um hádegisbil í dag en uppboðið hefur mætt harðri gagnrýni dýra- og náttúruverndarhópa. Þetta er fyrsta uppboðið í Suður-Afríku á nashyrningshornum síðan 2009 en Hæstiréttur S-Afríku heimilaði nýlega uppboð á hornunum. Boðin voru upp 264 horn sem vógu um hálft tonn.

AFP

Ekki liggja fyrir upplýsingar um þátttöku í uppboðinu en búist er við að uppboðshaldarinn sendi frá sér tilkynningu á mánudag. Þeir sem hugðust taka þátt í uppboðinu þurftu að greiða skráningargjald sem nemur um 800 þúsund krónum. Aðeins þeir sem voru skráðir gátu boðið í hornin en svartamarkaðsverð á hornunum í Asíu er á bilinu tvær og hálf milljón króna upp í sex milljónir á kílóið.

John Hume, eigandi stærsta nashyrningabúgarðs heims með 1.500 nashyrninga, skipulagði uppboðið og stefnir að því að halda annað uppboð fljótlega, ekki á netinu. Hume á um sex tonn af nashyrningshornum en hann hefur safnað þeim með því að svæfa nashyrningana og skera hornin af þeim á meðan þeir sofa. 

Að hans sögn er þetta mannúðleg leið til að safna hornunum í stað þess að veiða nashyrningana líkt og veiðiþjófar sem hafa verið mikil plága í Suður-Afríku. Um 20 þúsund nashyrningar, um 80 prósent allra nashyrninga heims, eru í Suður-Afríku en veiðiþjófar hafa fellt um 7.100 skeppur á undanförnum áratug.

Dýrverndunarsinnar telja að uppboðið leiði til aukningar í veiðiþjófnaði á nashyrningum. Fresta þurfti uppboðinu vegna mótmæla og dómsmála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert