Tólf féllu í árásinni

Afganar hlupu í skjól meðan á árásinni stóð.
Afganar hlupu í skjól meðan á árásinni stóð. AFP

Tólf manns fórust í sjálfsmorðssprengju- og skotárásinni sem var gerð á mosku síta-múslima í afgönsku höfuðborginni Kabúl.

„Tólf óbreyttir borgarar dóu píslarvættisdauða og yfir 40 særðust. Einn lögreglumaður og einn sérsveitarmaður létust einnig,“ sagði talsmaður úr innanríkisráðuneytinu.

Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams segjast bera ábyrgð á árásinni.

Særður maður fluttur á brott eftir árásina.
Særður maður fluttur á brott eftir árásina. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert