Þúsundir flýja átök í Mjanmar

Konur og börn flýja átökin í norðvesturhluta Mjanmar.
Konur og börn flýja átökin í norðvesturhluta Mjanmar. AFP

Yfirvöld í Mjanmar hafa staðið að flutningum á 4.000 manns sem aðhyllast ekki íslam vegna átaka í norðvesturhluta landsins. Á sama tíma hafa þúsundir rohingya-múslima flúið yfir landamærin til Bangladess. 

Þessu er greint frá á fréttavef The Guardian

Alls eru 98 látnir vegna átaka sem brutust út á föstudaginn eftir samhæfðar árásir íslamskra andófsmanna. Átökin, sem eru þau verstu í landinu síðan í október, hafa knúið yfirvöld til þess að flytja starfsfólk og íbúa sem aðhyllast ekki íslam frá svæðinu. 

Meirihluti landsmanna í Mjanmar eru búddistar en rúmlega milljón manns eru rohingya-múslimar. Frá tíunda áratugnum hafa þeir reynt að flýja yfir til Bangladess vegna ofsókna í heimalandi sínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert