64 fallið í árásum í Raqqa

Sýrlenskur hermaður í borginni Raqqa.
Sýrlenskur hermaður í borginni Raqqa. AFP

Alls hafa 64 manns fallið í átökum í héraðinu Raqqa í Sýrlandi á milli hersveita sýrlenskra stjórnvalda og vígamanna Ríkis íslams á einum sólahring.

Þetta sögðu mannréttindasamtökin The Syrian Observaroty for Human Rights, sem eru staðsett í Bretlandi. Alls hafa fallið 38 vígamenn og 26 úr hersveitum stjórnvalda.

Þar með hafa 145 fallið á síðustu sex dögum í bardögum í þorpum og við bakka Euphrates-árinnar.

Átökin áttu sér stað á leið sveitanna að héraðinu Deir Ezzor, sem er eina héraðið í Sýrlandi sem er enn undir stjórn Ríkis íslams.

Aðgerðir sýrlenska hersins á svæðinu, sem njóta stuðnings loftárása Rússa, eru aðskildar bardaganum um borgina Raqqa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert