„Ég er í þessu til lengri tíma“

Theresa May.
Theresa May. AFP

Th­eresa May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands og formaður Íhalds­flokks­ins, vill halda áfram að leiða flokkinn í næstu þingkosningum. „Ég er í þessu til lengri tíma,“ sagði hún í samtali við Sky-fréttastofuna.

Sagðist hún vilja halda áfram til lengri tíma þar sem Bretar stæðu frammi fyrir langtímaáskorun með Brexit. „Við þurfum að vinna Brexit-samninginn rétt, til að veita fólkinu í Bretlandi góðan samning.“

Sagði hún að jafnframt þyrfti að ganga úr skugga um það að eftir að Bretland gengur úr Evrópusambandinu haldi Bretar áfram að eiga viðskipti við lönd um allan heim og „standa uppréttir“.

Spurð um það hvort hún vildi taka þátt í næstu þingkosningum fyrir hönd Íhaldsflokksins svaraði May játandi. Áður höfðu borist fréttir um að dagar May í embætti yrðu fljótt taldir, en May blés á það.

Eft­ir að til­raun May, til að styrkja umboð sitt til að semja um út­göngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu, mistókst hafa sum­ir af ráðherr­um flokks­ins verið ófeimn­ir við að tjá sig op­in­ber­lega um and­stöðu sína við Brex­it og út­gjöld rík­is­ins. Hafa sumir þeirra sagst bú­ast við að dag­ar May í embætti verði fljótt tald­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert