Maður handtekinn vegna hvarfs Araujo

Maelys De Araujo hvarf í brúðkaupi frænku sinnar aðfaranótt sunnudags.
Maelys De Araujo hvarf í brúðkaupi frænku sinnar aðfaranótt sunnudags. Skjáskot/Twitter

Lögreglan í Frakklandi hefur handtekið mann í tengslum við hvarf 9 ára stúlku úr brúðkaupi í þorpinu Pont-de-Beauvoisin á sunnudag. Leit að stúlkunni stendur enn yfir í skóglendinu umhverfis þorpið, sem liggur um 50 km norður af Grenoble.

Maðurinn sem nú er í haldi lögreglu er sagður hafa verið „nálægt“ þeim stað þar sem brúðkaupið fór fram þegar stúlkan hvarf. Þá hefur AFP eftir heimildarmanni tengdum rannsókninni að hann hafi ekki verið staðfastur í frásögn sinni af ferðum sínum um kvöldið.

Lögregla hefur yfirheyrt marga af þeim 250 gestum sem sóttu brúðkaupið og fleiri sem sóttu aðra viðburði í nágrenninu. Leitarhundar týndu slóð hinnar 9 ára Maelys de Araujo á bílastæði við brúðkaupsstaðinn og óttast er að henni hafi verið rænt.

Lögregla, björgunarsveitir og kafarar taka þátt í leitinni að Araujo.
Lögregla, björgunarsveitir og kafarar taka þátt í leitinni að Araujo. AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert