„Mér líður eins og ég hafi verið svikin“

Wubbels var handtekin.
Wubbels var handtekin. Skjáskot/Youtube

Bandaríski hjúkrunarfræðingurinn Alex Wubbels var handtekin í sumar þegar hún neitaði að afhenda lögreglu blóðsýni úr sjúklingi. Wubbels segir að hún hafi einfaldlega verið að fara eftir reglum spítalans. 

„Mér líður eins og ég hafi verið svikin,“ sagði Wubbels þegar hún ræddi handtökuna. „Ég er reið og innra með mér bærast neikvæðar tilfinningar.“

Lögreglumaður fór á spítalann til að ná í blóðsýni úr sjúklingi vegna rannsóknar á máli. „Ég reyni bara að gera það sem ég á að gera,“ sagði Wubbels við lögregluþjóninn.

„Ég tek sýnið en án þess næ ég ekki í blóðið,“ segir lögregluþjónninn en Wubbels neitaði honum.

„Þessu er lokið. Þú ert handtekin!“ sagði lögregluþjónninn þegar hann virðist hafa misst þolinmæðina, áður en hann greip í Wubbels. Hún öskraði þá á hjálp en lögregluþjónninn dró hana öskrandi út af spítalanum.

„Hættu, hættu,“ öskraði Wubbels og bað um aðstoð á meðan lögregluþjónninn handjárnaði hana. Henni var síðar sleppt án kæru. Innra eftirlit lögreglunnar rannsakar málið en lögregluþjónninn hefur ekki beðið Wubbels afsökunar.

Frétt BBC.

Frétt NBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert