Ráku fyrsta transmódelið

Munroe Bergdorf.
Munroe Bergdorf. Ljósmynd/BBC.

Franska snyrtivörufyrirtækið L'Oreal rak í dag fyrsta transmódelið sem starfað hafði hjá fyrirtækinu. L´Oreal gerði það eftir ásaknir þess efnir að hún hafi skrifað rasísk ummæli á netið.

Munroe Bergdorf er sökuð um að hafa skrifað á Facebook-síðu sína að allt hvítt fólk væri rasistar. Fyrirtækið sagði að ummæli hennar stönguðust á við þeirra gildi og ákváðu að slíta samstarfi við hana.

„Með því að brjóta mig niður sannið þið allt sem ég sagði,“ skrifaði Burgdorf eftir að hún var rekin.

Fyrirsætan segir að ummælin hafi verið skrifuð sem viðbrögð vegna atburðanna í Carlottesville í Bandaríkjunum en þar gengu mótmælendur til að mynda um með nasistafána. 

Bergdorf sagði að vestrænt samfélag sé í raun hvítt samfélag, skipulagt þannig að hvítir séu verndaðir og hagnist meira en aðrir kynþættir. 

„Við teljum að ummæli Bergdorf stangist á við gildi okkar og við höfum ákveðið að slíta samstarfinu,“ kom meðal annars fram í yfirlýsingu frá L´Oreal.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert