Sjaldgæf sjón í Sýrlandi

Bashar al-Assad mætti til morgunbænar við upphaf Eid al-Adha-fórnarhátíðarinnar.
Bashar al-Assad mætti til morgunbænar við upphaf Eid al-Adha-fórnarhátíðarinnar. AFP

Óvanaleg sjón blasti við íbúum Qara í Qalamun-héraði í Sýrlandi í morgun þegar forseti landsins, Bashar al-Assad, mætti við föstudagsbæn við upphaf Eid al-Adha hátíðarinnar. Frá því stríðið braust út í Sýrlandi árið 2011 hefur Assad varla stigið fæti út úr höfuðborginni, Damaskus. 

Í ár hefur hann aftur á móti verið meira áberandi og hefur meðal annars sést til hans í Hama-héraði og í vesturhluta Sýrlands á sama tíma og her hans nær fleiri svæðum á sitt vald að nýju.

Í ríkissjónvarpinu voru birtar myndir af Assad á bæn í bænum Qara sem er skammt frá landamærum Líbanon. Hann sést brosa og veifa til stuðningsmanna sinna inni í mosku bæjarins. 

Í síðustu viku náðu hersveitir Assads, þar á meðal liðsmenn Hezbollah frá Líbanon, vesturhluta Qalamun úr höndum vígasamtakanna Ríkis íslams.

Eid al-Adha-fórnarhátíðin er ein helgasta hátíð múslima.

Sjá nánar hér

AFP
Bashar al-Assad.
Bashar al-Assad. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert