Um 400 látnir í Mjanmar

Hermaður frá Myanmar í ríkinu Rakhine.
Hermaður frá Myanmar í ríkinu Rakhine. AFP

Um 400 manns hafa látist, meirihlutinn Rohingya-múslímar, í átökum í ríkinu Rakhine í Mjanmar.

Þetta sagði hershöfðinginn Min Aung Hlaing.

„Fram til 30. ágúst fundust 370 lík hryðjuverkamanna,“ sagði yfirlýsingu á Facebook-síðu Rakhine.

Fimmtán hermenn og fjórtán almennir borgarar féllu einnig í bardögunum sem stóðu yfir í átta daga.

Að sögn Sameinuðu þjóðanna hafa 27 þúsund Rohingya-múslímar flúið yfir landamærin til Bangladess.

Fregnir af fjöldamorðum og kerfisbundnum pyntingum í þorpum bæði af völdum hermanna og vígamanna hafa aukið á spennuna á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert