Fáir góðir möguleikar í stöðunni

Mikill viðbúnaður hefur verið á landamærum Norður- og Suður-Kóreu eru …
Mikill viðbúnaður hefur verið á landamærum Norður- og Suður-Kóreu eru í áratugi. Hér má sjá varðturna sitt hvoru meginn við herlausasvæðið (DMZ zone) AFP

Þrátt fyrir hótanir Bandaríkjanna að þeir muni bregðast við allri hættu sem geti stafað frá Norður-Kóreu með „umfangsmiklum hernaði“ eru fáir góðir kostir í stöðunni til að fá Norður-Kóreu til að slaka á eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlun sinni. Besti kosturinn er líklega sá að herða alþjóðlegar efnahagsþvinganir í þeirri von að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, muni gefa eftir.

Þrátt fyrir fyrrnefndar hótanir Bandaríkjanna og ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta um að Norður-Kóreumenn „skyldu aðeins eitt“ telja sérfræðingar í  málefnum Norður-Kóreu ekki líklegt að bein hernaðarátök skili tilætluðum árangri.

Beinn hernaður ekki raunhæfur valmöguleiki

„Það er enginn raunhæfur hernaðarlegur valmöguleiki í tengslum við árás á Norður-Kóreu, vegna þess að slíkt myndi leiða til allsherjarstríðs,“ segir Mark Fitzpatrick, framkvæmdastjóri hjá varnamálahugveitunni International institute for strategic studies.

Kjarnorkusprengjutilraun Norður-Kóreu í nótt var sú stærsta hingað til.
Kjarnorkusprengjutilraun Norður-Kóreu í nótt var sú stærsta hingað til. Kort/AFP

Norður-Kóreumenn hafa komið fyrir þungvopnuðum hersveitum og vopnum á landamærunum sem gætu lagt lagt Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, í rúst á skammri stund. Seoul er aðeins 55 kílómetra frá landamærunum.Árás Bandaríkjanna á Norður-Kóreu myndi kveikja neista milli þessara tveggja Kóreuríkja sem enn eru formlega í stríði síðan Kóreustríðið var háð á sjötta áratugnum. Slíkt stríð gæti hæglega leitt til frekari átaka í heimshlutanum.

Aukin hernaðarleg pressa

Það sem Bandaríkin geta gert að sögn Fitzpatrick er að beita hernaðarlegri pressu. Það felur meðal annars í sér að endurskoða afstöðu sína til þess að hafa kjarnorkuvopn staðsett í Suður-Kóreu, en árið 1991 fluttu Bandaríkin öll slík vopn í burtu frá landinu. Bandaríkjamenn hafa þó alla tíð frá Kóreustríðunum verið með hersveitir í landinu.

Moon Jae-in, for­seti Suður-Kór­eu sagði einmitt í dag að Suður-Kórea myndu ræða við Banda­rík­in um að koma fyr­ir þeirra hernaðarlega mik­il­væg­ustu vopn­um í Suður-Kór­eu, þar sem Banda­rík­in eru með her­stöð. Lík­legt þykir að hann hafi þar vísað til kjarna­vopna.

Norður-Kórea sprengdi í nótt sprengju sem tal­in er hafa verið …
Norður-Kórea sprengdi í nótt sprengju sem tal­in er hafa verið vetn­is­sprengja. AFP

Hótanir í orðum hafa ekki dugað

Hótanir í orðum virðast ekki hafa dugað hingað til, en eftir að Trump sagði í lok síðasta mánaðar að Bandaríkin myndu svara hótunum Norður-Kóreu með „eldi og ofsabræði“ í kjölfar frétta um að Norður-Kóreumenn hefðu búið til kjarna­odd sem væri nógu lít­ill til að kom­ast fyr­ir í einni af eld­flaug­um þeirra. Stuttu síðar skutu Norður-Kóreumenn eldflaug yfir Japan og í nótt sprengdu þeir tilraunakjarnorkusprengju.

Harðari efnahagsþvinganir

Í dag bárust fréttir af því að helstu leiðtogar Evrópu hafi kallað eftir harðari efnahagsþvingunum og það gerði fjármálaráðherra Bandaríkjanna einnig. Trump sagði að Bandaríkin væru að skoða möguleikann á því að hætta að eiga í viðskiptum við öll þau lönd sem ættu í viðskiptum við Norður-Kóreu.

Þungi slíkra þving­ana er óljós, en Kína kaup­ir í dag um 90% af öll­um út­flutn­ingi Norður-Kór­eu og eiga Banda­rík­in í gíf­ur­lega mikl­um viðskipt­um við Kína. Óljóst er því hvort af slíkum hótunum yrði, nema að Kína myndi taka risastórt skref og breyta áherslum sínum í tengslum við Norður-Kóreu og hætta öllum viðskiptum við landið. Kína hefur þó í langan tíma litið svo á að Norður-Kórea sé eins konar höggdeyfir (e. buffer zone) gagnvart Bandaríkjunum og Suður-Kóreu sem er mikil bandalagsþjóð Bandaríkjanna. Hefur ráðamönnum í Kína því verið nokkuð umhugað um að viðhalda núverandi stöðu. Árásagirni Norður-Kóreu hefur aftur á móti valdið því að Kína hefur á undanförnum mánuðum verið harðorðara í garð Norður-Kóreu en áður fyrr og er það talsverð stefnubreyting.

Donald Trump hefur meðal annars viðrað hugmyndir um viðskiptabann við …
Donald Trump hefur meðal annars viðrað hugmyndir um viðskiptabann við þær þjóðir sem eiga í viðskiptum við Norður-Kóreu. AFP

Þessa stefnubreytingu má meðal annars sjá á efnahagsþvingunum sem voru samþykktar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna 6. ágúst, en bæði Rússland og Kína studdu þær tillögur.

Næsta skref gæti verið allsherjar innflutningsbann á eldsneyti

Telja sérfræðingar að næstu skref þvingana geti falist í allsherjar banni á eldsneytisviðskiptum við Norður-Kóreu. Þá gæti öryggisráðið samþykkt að Rússland og Kína myndu senda alla Norður-Kóreska starfsmenn sem vinna í löndunum tveimur heim. Starfa þeir meðal annars í verksmiðjum í löndunum tveimur og hafa skilað mikilvægum gjaldeyristekjum fyrir Norður-Kóreu.

Hver sú sem þróunin verður næstu daga og vikur er ljóst að það er engin einföld eða augljós aðgerð sem mun fá ráðamenn í Norður-Kóreu til að hætta við kjarnorkuáætlun sína, en landið hefur nokkrum sinnum áður leikið þann leik að ögra nálægum þjóðum þar sem niðurstaðan hefur svo verið efnahagsaðstoð með því skilyrði að þeir hætti við alla kjarnorkuvopnaþróun.

Fréttin er meðal annars unnin upp úr fréttaskýringu AFP fréttastofunnar.

Íbúar höfuðborg­ar Norður Kór­eu, Pyongyang, fylgj­ast með sjón­varps­út­send­ingu þar sem …
Íbúar höfuðborg­ar Norður Kór­eu, Pyongyang, fylgj­ast með sjón­varps­út­send­ingu þar sem greint er frá kjarn­orku­tilraun­un­um í nótt. Sagði sjón­varpsþulur að til­raun­in hafi heppn­ast vel. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert