„Bandaríkin vilja aldrei fara í stríð“

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar nú í höfuðstöðvum SÞ í New ...
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar nú í höfuðstöðvum SÞ í New York. AFP

Nikki Haley, fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum hvetur öryggisráð SÞ að grípa til eins ítarlegra aðgerða og mögulegt er gegn eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum Norður-Kóreu.

Neyðarfundur stendur nú yfir í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

„Sá tími er kominn að nýta allar mögulegar diplómatískar leiðir áður en það verður um seinan,“ sagði Haley á fundi öryggisráðsins og BBC greinir frá. Þá varaði hún einnig við að Bandaríkin muni fylgjast grannt með öllum ríkjum sem munu eiga í áframhaldandi viðskiptasambandi við Norður-Kóreu. 90% viðskipta Norður-Kóreumanna eru við Kína.

Haley segir að með aðgerðum sínum hafi Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, verið að „biðja um stríð.“ „Bandaríkin vilja aldrei fara í stríð. Við viljum ekki stríð en þolinmæði ríkis okkar er ekki ótakmörkuð,“ sagði Haley.

Nýjustu fregnir herma að stjórnvöld í Norður-Kóreu undirbúi frekari tilraunir með eldflauga- og kjarnorkuvopn.

Nikki Haley, fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum.
Nikki Haley, fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Gastro truck/veitingabíll
Til sölu ný standsettur veitingabíl með gas-grillpönnu, gas-grillofn, rafmagns p...
Teikning eftir Mugg til sölu
Til sölu blýants- og tússteikning eftir Mugg, stærð 17,5x22 cm. Úr seríunni Sjöu...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
38 ferm sumarbústaður og geggjuð lóð til sölu.
Paradís til sölu í Eyrarskógi, 1 klukkutími frá Reykjavík Hrísbrekka 19, 301...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...