Hægt að bjóða í muni Díönu

Uppboðshúsið RR Auction í Boston stendur nú fyrir uppboði á …
Uppboðshúsið RR Auction í Boston stendur nú fyrir uppboði á 79 munum sem voru í eigu Díön prinsessu. Ljósmynd/Facebook síða RR Auction

Þó svo að 20 ár séu liðin frá andláti Díönu prinsessu fer það ekki milli mála að hún er líklega ein dáðasta kona heims. Nú geta aðdáendur hennar um heim allan freistað þess að eignast muni sem prinsessan átti á sinni stuttu ævi, en uppboðshúsið RR Auction í Boston stendur nú fyrir uppboði á 79 munum sem voru í eigu Díönu.

Á uppboðinu má finna allt frá árituðum myndum til fatnaðs og skartgripa, að ógleymdri sneið af brúðkaupstertu úr brúðkaupi Díönu og Karls Bretaprins. Kökusneiðin kemur í sérstöku boxi sem er merkt brúðkaupsdeginum, 29. júlí 1981.

Áritaðar myndir eru meðal þess sem aðdáendur Díönu geta boðið …
Áritaðar myndir eru meðal þess sem aðdáendur Díönu geta boðið í. Ljósmynd/Facebook síða RR Auction

Glæsilegasti hluturinn á uppboðinu er líklega satínfóðrað veski sem Díana gekk með á 9. áratugnum. Búist er við að veskið seljist á meira en 15.000 dollara, eða sem nemur rúmri 1,5 milljón króna.

Veskið fræga sem Díana notaði á 9. áratugnum.
Veskið fræga sem Díana notaði á 9. áratugnum. Ljósmynd/Facebook síða RR Auction

Einnig má finna talsvert venjulegari hluti á uppboðinu en kökusneiðar og rándýr veski. Þeirra á meðal er hvít hettupeysa úr verslun Marks & Spencer sem var líklega notuð af Díönu á unglingsárunum.

Hægt er að bjóða í muni Díönu prinsessu til 13. september.

Hér má sjá alla 79 uppboðsmunina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert