Hinrik prins með heilabilun

Margrét Danadrottning og Hinrik prins.
Margrét Danadrottning og Hinrik prins. www.kongehuset.dk

Hinrik prins, eig­inmaður Mar­grét­ar Þór­hild­ar Dana­drottn­ing­ar, er með heilabilun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dönsku konungsfjölskyldunni. 

Vegna sjúkdómsgreiningarinnar mun prinsinn draga enn frekar úr störfum sínum en í fyrra sett­ist hann í helg­an stein og hætti að sinna op­in­ber­um embættis­verk­um fyr­ir kon­ungs­fjöl­skyld­una.

Hinrik prins er 83 ára gamall og var greindur með heilabilun af sérfræðingateymi ríkissjúkrahússins. Samkvæmt tilkynningunni er heilabilunin mikil miðað við aldur Hinriks og vegna veikindanna dregur úr dómgreind hans og viðbrögðum. Samkvæmt frétt danska ríkisútvarpsins má sjá það á tilkynningunni frá konungsfjölskyldunni að Hinrik fái þá hvíld og næði sem hann þarf á að halda frá áreiti.

DR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert