Stjórnvöld drápu 83 í árásinni

Frá sýnatöku í bænum Khan Sheikhun.
Frá sýnatöku í bænum Khan Sheikhun. AFP

Stjórnvöld í Sýrlandi bera ábyrgð á efnavopnaárásinni sem gerð var á sýrlenska þorpið Khan Sheikhun í apríl. Tugir þorpsbúa létust í árásinni, þar af fjölmörg börn. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem Sameinuðu þjóðirnar gerðu á árásinni.

Sjúkrahúsið í Khan Sheikhun eftir efnavopnaárásina.
Sjúkrahúsið í Khan Sheikhun eftir efnavopnaárásina. AFP

Rannsóknarnefndin í málefnum Sýrlands, UN Commission of Inquiry (COI), segir að hún hafi undir höndum víðtækar upplýsingar sem sýni að yfirvöld í Damaskus hafi staðið á bak við hryllinginn í Khan Sheikhun 4. apríl þar sem að minnsta kosti 83 létust.

Sa­rín-taugagasi var beitt í árás­inni á sýr­lenska þorpið Khan Sheik­hun 4. apríl. Þetta er niðurstaða rann­sókn­ar alþjóðlegu efna­vopna­stofn­un­ar­inn­ar OPCW (Org­an­isati­on for the Prohi­biti­on of Chemical Wea­pons).

Á Vís­inda­vef Há­skóla Íslands seg­ir um sa­rín: 

„Sa­rín er eit­ur­efni í flokki líf­rænna fos­fór­sam­banda. Efni þessi voru fyrst búin til skömmu fyr­ir heimstyrj­öld­ina síðari hjá lyfja­fyr­ir­tæk­inu Bayer í Þýskalandi í þeim til­gangi að nota þau til út­rým­ing­ar á skor­dýr­um. Eitt þess­ara efna var sa­rín. Þegar í ljós kom hve mik­il­virk efn­in voru skipuðu þýsk hernaðar­yf­ir­völd verk­smiðjunni að halda upp­götv­un­inni leyndri, en þau sáu fyr­ir að þessi efni mætti nota í hernaði. Á stríðsár­un­um var til­raun­um með fram­leiðslu þeirra haldið áfram og í lok stríðsins er talið að um 2000 af­brigði þess­ara efna hafi verið fram­leidd. Engu þeirra var þó nokk­urn tíma beitt í stríðinu.

Efni af þess­ari teg­und verka með þeim hætti að þau trufla starf­semi tauga, sem nota asetýlkólín sem boðefni og hafa því oft verið nefnd tauga­gös. Eitran­ir geta ým­ist orðið með þeim hætti að menn anda þeim að sér, fá þau í gegn­um húð eða neyta mengaðra mat­væla. Talið er að 1-5 millígrömm (þúsund­ustu hlut­ar úr grammi) af sa­ríni nægi til þess að verða manni að bana ef hann and­ar því magni að sér á inn­an við mín­útu,“ seg­ir á Vís­inda­vef HÍ.

Maður með meðvitundarlaust barn í fangi sér á spítalanum í …
Maður með meðvitundarlaust barn í fangi sér á spítalanum í Khan Sheikhun í kjölfar árásarinnar. 19 börn hið minnsta fórust í árásinni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert