150 milljarða tjón af völdum Irmu

Frá Orient-flóa á Saint Martin.
Frá Orient-flóa á Saint Martin. AFP

Talið er að fellibylurinn Irma hafi valdið tjóni upp á 1,2 milljarða evra, eða um 150 milljarða íslenskra króna, á eyjunum Saint Martin og Saint Barts í Karabíska hafinu.

Þetta kom fram í yfirlýsingu frá franska endurtryggjandanum CCR.

„Þessi upphæð nær yfir þær skemmdir sem urðu á heimilum, farartækjum og fyrirtækjum“ sem voru tryggð fyrir náttúruhamförum, sagði í yfirlýsingu frá CCR.

Mikil eyðilegging blasir við fyrir utan Mercure- hótelið á eyjunni …
Mikil eyðilegging blasir við fyrir utan Mercure- hótelið á eyjunni Saint Martin. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert