Björgunarstarf í fullum gangi

Björgunarstarf er í fullum gangi í Mexíkó, rúmum sólarhringi eftir jarðskjálftann mikla sem reið þar yfir.

Að minnsta kosti 61 manns létust og 200 til viðbótar slösuðust.

Leit stendur yfir í rústum bygginga að fólki sem talið er að hafi lent þar undir.

Enrique Peña Nieto, forseti Mexíkó, hefur lýst yfir þjóðarsorg í landinu í dag, að því er segir í frétt BBC

Fellibylurinn Katia sem gekk yfir austurströnd Mexíkó er í rénun og er skilgreindur nú sem hitabeltisstormur.

Engu að síður er óttast að Katia muni valda aurskriðum og flóðum.

Björgunarstarfsmenn leita í rústum í Mexíkó.
Björgunarstarfsmenn leita í rústum í Mexíkó. AFP
Sensacion-hótelið hrundi í Matias Romero í Mexíkó.
Sensacion-hótelið hrundi í Matias Romero í Mexíkó. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert