Fellibylurinn Katia til Mexíkó

Hótelstarfsmenn negla fyrir gluggana vegna fellibylsins Katiu í Mexíkó.
Hótelstarfsmenn negla fyrir gluggana vegna fellibylsins Katiu í Mexíkó. AFP

Fellibylurinn Katia náði landi á austurhluta Mexíkó seint í gærkvöldi, að sögn bandarískra veðurfræðinga, skömmu eftir að stærsti jarðskjálftinn í heila öld gekk yfir landið.

Styrkleiki fellibylsins er kominn úr tveimur í einn, sem er það lægsta af skalanum Saffrir-Simpson þar sem 5 er hæst.

Bylurinn var staðsettur 185 kílómetrum norðvestur af Veracruz og var vindhraði hans mestur 120 kílómetrar á klukkustund.

61 látist í jarðskálftanum

Alls hefur 61 manneskja fundist látin eftir jarðskjálftann öfluga í Mexíkó.

Miklar björgunaraðgerðir eru hafnar í ríkjunum sem verst urðu úti, eða Tabasco, Oaxaca og Chiapas. Óttast er að fólk hafi orðið undir húsarústum.

Forsetinn Enrique Peña Nieto segir að að minnsta kosti 200 manns hafi slasast.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert