Þurfa fjármagn í flóttamannabúðir

Rohingjar á flótta yfir til Bangladess.
Rohingjar á flótta yfir til Bangladess. AFP

Hjálparsamtök sem aðstoða Rohingja-fólk í flóttamannabúðum í Bangladess þurfa bráðnauðsynlega að fá 77 milljónir dala til hjálparstarfs, að sögn Sameinuðu þjóðanna. Rohingjar hafa flúið ofsóknir í Rakhine-ríki í Mjanmar undanfarið. Talið er að um 290 þúsund Rohingja hafi flúið til Bangladess frá 25 ágúst síðastliðnum. BBC greinir frá. 

Gríðarleg þörf er að mat, drykk og heilbrigðisþjónustu í flóttamannabúðunum Cox's Bazaar. Fólkið á flótta sakar stjórnarher Mjanmar um að brenna þorp sín en herinn þvertekur fyrir það. Stjórnvöld í Mjanmar segjast eingöngu berjast gegn „hryðjuverkamönnum“ úr röðum Rohingja. 

Ríkið er eitt fá­tæk­asta svæði Mjanmar og á landa­mæri að Bangla­dess. Þar hef­ur ólga milli múslima og búdd­ista verið viðvar­andi árum sam­an og þar eru Rohingj­ar neydd­ir til að haf­ast við. Þeir hafa ekki ferðaf­relsi og borg­ara­leg rétt­indi þeirra eru að öðru leyti einnig skert.

Flóttamannabúðir i Bangladess.
Flóttamannabúðir i Bangladess. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert