Frans páfi bað fyrir Venesúela

Frans páfi í Kólumbíu.
Frans páfi í Kólumbíu. AFP

Frans páfi bað fyrir friðsamlegri lausn vegna hins „grafalvarleg ástands“ í Venesúela þar sem tugir hafa látist vegna mikils óróa í efnahags- og stjórnmálum landsins.

„Ég fullvissa ykkur um að ég bið fyrir öllum þjóðum Suður-Ameríku og sérstaklega nágrannaríkinu Venesúela,“ sagði Frans í guðsþjónustu í kólumbísku borginni Cartagena.

„Ég kalla eftir því að ofbeldi verði ekki beitt í þágu stjórnmála og eftir lausn á því grafalvarlega ástandi sem núna ríkir þar. Það hefur áhrif á alla, sérstaklega þá fátækustu og þá sem eiga um sárast að binda í þjóðfélaginu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert