Myndi ekki vilja vera í Miami

„Ástandið hefur ekki verið slæmt hjá okkur í dag en ég myndi ekki vilja vera í Palm Beach eða Miami. Þar er virkilega verið að berja á þeim,“ seg­ir Pét­ur Már Sig­urðsson sem býr í Or­lando í Flórída. 

Frétt mbl.is: Irma komin til Flórída

Í Miami hefur flætt inn á götur borgarinnar og stafar nokkur hætta af byggingarkrönum sem ekki vannst tími til að taka niður. Sumir standa á háhýsum og er einn þeirra fallinn án þess þó að manntjón hafi hlotist af, að sögn Péturs.

Irma kom til Orlando um fimmleytið í dag en Pétur segir að reiknað sé með því að stormurinn hefjist fyrir alvöru í kvöld og vari að minnsta kosti fram að hádegi á morgun. 

„Hingað til erum við bara búin að fá ytri böndin og það er lítill vindur í þeim hérna inni í landi. Við reiknum með að fá alvöru vind upp úr klukkan átta í kvöld og að það haldi áfram að berja á okkur þangað til klukkan fjögur í nótt. Þá fer að draga úr rólega en það sér ekki fyrir endann á þessu fyrr en upp úr hádegi á morgun.“

Dró inn Íslending

Tollgjöld á vegum hafa víða verið lögð niður þangað til …
Tollgjöld á vegum hafa víða verið lögð niður þangað til stormurinn er yfirstaðinn. AFP

Hann segist ekki hafa heyrt í Íslendingum í Miami og nágrenni í dag og býst ekki við að unnt verði að ná sambandi við þá fyrr en stormurinn er yfirstaðinn. Yfir ein milljón heimila er rafmagnslaus og flestir reyna að bíða storminn af sér á öruggum stað. 

Ég hef verið að fullvissa mig um að ég hafi gert það sem ég get en reyndar var ég að draga inn einn íslenskan einstæðing. Það er ekki gaman að bíða einn af sér storminn.“

Fólk í Orlando hefur gert ráðstafanir vegna kvöldsins. Fáir sem engir sjást úti á götum, aðeins viðbragðslið á vegum samtaka og hins opinbera, að sögn Péturs. 

Pétur Már Sigurðsson.
Pétur Már Sigurðsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert