Þjóðarmorð framin á Rohingjum

Um 300 þúsund Rohingjar eru á flótta undan ofsóknum.
Um 300 þúsund Rohingjar eru á flótta undan ofsóknum. AFP

Utanríkisráðherra Bangladess segir þjóðarmorð vera framin á Rohingja-fólki í Mjanmar. Tæplega 300 þúsund Rohingjar hafa lagt á flótta yfir til Bangladess undan ofsóknum stjórnarhers Mjanmar. 

Stjórnarherinn neitar að stunda ofsóknir í garð Rohingja heldur segist eingöngu vera að uppræta hryðjuverkamenn úr röðum hers Rohingja. Samtök þeirra nefnast The Arakan Rohingya Salvation Army (Arsa) og óskuðu þau eftir vopnahléi í dag og óska einig eftir því að her Mjarnmar geri slíkt hið sama og leggi niður vopn sín. Vopnahléið á að hefjast í dag sunnudag.  

Átök á milli þessara hópa hafa aukist mikið undanfarið. Upp úr sauð 25. ágúst síðastliðinn þegar liðsmenn Arsa réðust á lögreglu Mjanmar eftir það hefur verið kveikt í fjölda þorpa Rohingja-fólks.

 „Alþjóðasamfélagið segir að þetta sé þjóðarmorð. Við segjum það líka,“ sagði A.H. Mahmood Ali, utanríkisráðherra Bangladess, eftir stuttan fund með opinberum starfsmönnum í borginni Dhaka.  

Sam­einuðu þjóðirnar sögðu í gær að hjálp­ar­sam­tök sem aðstoða Rohingja-fólk í flótta­manna­búðum í Bangla­dess þurfi bráðnauðsyn­lega á 77 millj­ón­ir dala að halda til hjálp­ar­starfs.  

Ofsóknum í garð Rohingja-fólks hefur verið mótmælt víða um heim. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert