Hægristjórnin heldur velli

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, kýs í dag.
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, kýs í dag. AFP

Fari norsku þingkosningarnar í samræmi við útgönguspá sem birt var þegar kjörstöðum var lokað klukkan sjö að íslenskum tíma munu borgaraflokkarnir halda meirihluta sínum á Stórþinginu og fái 89 þingsæti af 169. Aðrir flokkar fá samanlagt 80 sæti.

Verði þetta niðurstaðan verður Erna Solberg, leiðtogi Hægriflokksins, væntanlega áfram forsætisráðherra Noregs eins og hún hefur verið undanfarin fjögur ár. Ríkisstjórn hennar hefur verið minnihlutastjórn Hægriflokksins og Framfaraflokksins sem varin hefur verið falli af Frjálslynda flokknum (Venstre) og Kristilega þjóðarflokknum.

Verkamannaflokkurinn mælist sem fyrr með mest fylgi eða 27,3% og fær samkvæmt því 51 þingsæti. Hægriflokkurinn kemur næstur með 26,2% og 49 þingmenn. Framfaraflokkurinn mælist með 15,7% og 29 þingsæti. Miðflokkurinn fær 9,4% samkvæmt útgönguspánni og 17 þingmenn og Sósíalíski vinstriflokkurinn 5,7% og 11 þingsæti.

Kristilegi þjóðarflokkurinn fær 4% og þrjú þingsæti verði niðurstaðan í samræmi við útgönguspána. Frjálslyndi flokkurinn (Venstre) mælist með 4% og 7 þingsæti. Umhverfisflokkurinn er með 3,3% og einn mann inni og róttæki vinstriflokkurinn Rødt er einnig með mann inni og 2,6% en sá síðartaldi hefur engan þingmann í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

KRISTALL LJÓSAKRÓNUR
Ný sending af glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals...
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
 
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...