Borgarstjóri segir af sér

Borgarstjórinn hefur sagt af sér embætti.
Borgarstjórinn hefur sagt af sér embætti. AFP

Ed Murray, borg­ar­stjóri Seattle í Washingt­on í Banda­ríkj­un­um, hefur sagt af sér eftir að fimmti einstaklingurinn sakaði hann um kynferðislegt brot gegn sér í æsku. Sá fimmti var frændi hans Joseph Dyer sem sagði að brotin hafi átt sér stað árið 1970 þegar hann var 13 ára og deildi herbergi með Murray sem var sjálfur 15 ára. 

Murray er 62 ára gamall og greindi frá afsögn sinni í gærkvöldi. Murray er samkynhneigður og í sambúð. Hann hafði áður gefið það út að hann muni ekki bjóða sig fram til endurkjörs fyrir demókrata.

„Þrátt fyrir að allar þessar ásakanir séu rangar þá er það mikilvægt að persónuleg mál mín hafi ekki áhrif á stjórnun borgarinnar.“ Þetta sagði Murray í tilkynningu.     

Dyer sagði að brotin hafi átt sér stað á heimili sínu og móður hans í New York á meðan móðir hans var sjálf heima við. Misnotkunin stóð yfir í eitt ár en lauk þegar drengur á kaþólsku heimili þar sem Murray vann á þeim tíma sakaði hann um kynferðislegamisnotkun. Þetta kemur fram í frétt The Seattle TimesMurray hefur vísað þessu á bug og sagt ástæðuna fyrir ásökunum frænda síns vera vegna fjölskyldudeilna. 

Fyrr á þessu ári lagði 46 ára maður fram kæru gegn borg­ar­stjór­an­um en hann seg­ir hann hafa greitt sér fyr­ir kyn­líf þegar hann var aðeins 15 ára gam­all. Þar sem hann hafi verið háður eit­ur­lyfj­um hafi hann verið reiðubú­inn „til að gera hvað sem er“ fyr­ir 10-20 doll­ara.

Sam­kvæmt kæru manns­ins hitt­ust hann og Murray nokkr­um sinn­um.

Frétt mbl.is: Borg­ar­stjóri sakaður um barn­aníð

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

GLERFILMUR
Glerfilmur, gluggafilmur, sand& sólarfilma. Merkismenn, sími 544- 2030 www.merk...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Nissan Leaf útsala!
Nissan Leaf útsala! 2015 bílar, eknir milli 20 og 35 þús. Nokkrir litir. Allir m...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...