Íslendingar sluppu vel frá Irmu

Irma barði mest á ströndinni.
Irma barði mest á ströndinni. AFP

Þetta byrjaði um miðjan dag á sunnudaginn með hviðum og rigningu og versnaði með kvöldinu. Það var óþægilegt að sjá ekki fyrir myrkrinu hvað var um að vera úti,“ segir Pét­ur Már Sig­urðsson sem býr í Or­lando í Flórída. 

Frétt mbl.is: Myndi ekki vilja vera í Miami

Rétt fyrir kl 10 um kvöld datt rafmagnið í íbúð Péturs út og gekk illa að ná útvarpssendingum. Annað slagið heyrðust spennubreytar springa fyrir utan og voru blossarnir ólíkir að lit eftir því hvort spennubreytarnir væru niðri á jörðu eða reistir. 

Ekkert tjón varð á íbúð Péturs en hann hafði haft áhyggjur af garðhúsinu sínu. Hverfið í heild sinni slapp vel frá storminum en sum hverfi komu verr út úr honum, eins og South Pointe þar sem helmingur þakanna fór. Þá segir Pétur að Íslendingar á Flórída hafi almennt sloppið vel. 

Mesta tjónið er út við ströndina, á flóðasvæðum og á ódýrum byggingum. Íslendingar mega eiga það að þeir hugsa vel um fasteignirnar sínar. Ég veit bara um einn sem þarf líklega að skipta um þak.“

Framundan eru hefðbundið Flórída-veður og dagleg rútína. Flest flóðasvæði eru að þorna og búið er að hreinsa aðalleiðir. Pétur segir að það sem standi eftir Irmu sé að manntjón hafi verið mun minna en búist var við. 

Sum svæði horfðu upp á flóð sem hafa ekki sést ...
Sum svæði horfðu upp á flóð sem hafa ekki sést í nokkrar kynslóðir. AFP
mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

GLERFILMUR
Glerfilmur, gluggafilmur, sand& sólarfilma. Merkismenn, sími 544- 2030 www.merk...
BÓKBAND
Bókasafnarar athugið. Eggert Ísólfsson bókbandsmeistari tekur að sér allar gerð...
Nissan Navara með nýrri vél
Nissan Navara 2008, sjálfskiptur. Dísel. Keyrður 161.000. Búið að skipta um vé...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...