Stormur kostaði þrjá lífið

Wikipedia

Þrír hafa að minnsta kosti týnt lífi í Þýskalandi í dag þegar stormurinn Sebastian gekk yfir landið. Náði vindhraðinn allt að 36 metrum á sekúndu í norðurhluta landsins.

Fram kemur í frétt AFP að maður í hjólastól hafi fundist látinn í á í borginni Hamburg. Vitni hafi séð hann falla í ána en þrátt fyrir björgunaraðgerðir tókst ekki að bjarga honum.

Gangandi vegfarandi lést einnig í borginni þegar hann varð fyrir vinnupöllum sem féllu af sjöundu hæð byggingar. Hann var fluttur á sjúkrahús og lést þar.

Þá lést karlmaður á sextugsaldri þegar hann varð fyrir 20 metra háu tré í skógi skammt frá bænum Brilon í vesturhluta Þýskalands þar sem hann var við störf.

Stormurinn gekk yfir vestur- og norðurhluta Þýskalands í dag og er búist við því að hann gangi næst yfir austurhluta landsins að mati veðurfræðinga.

Héruð víða um Þýskaland hafa gefið út viðvaranir til íbúa sinna og ráðlagt þeim að halda sig heima við á meðan unnið sé að því að hreinsa vegi og koma á rafmagni á ný.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
25% afsláttur af námskeiðum í okt.
Tilboð á öllum námskeiðum í október 2017. 25% afsláttur. Tilboðið gildir til 2...
 
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...