Nálægt því að fullkomna kjarnorkuáætlun

AFP

Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, heitir því að halda áfram að flugskeytatilraunum til að fullkomna kjarnorku- og eldflaugaáætlun sína, þrátt fyrir hertar refsiaðgerður sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykktu í vikunni. Hann lýsti þessu yfir á ríkisfréttastöðinni KCNA í kvöld. AFP-fréttastofan greinir frá.

Hann sagði eldflaugaskotið í gærkvöldi, þegar eldflaug var skotið frá höfuðborginni Pyongyang yfir Japan, hafa heppnast mjög vel og að Norður-Kórea væri nú nálægt því að fullkomna kjarnorkuáætlun sína.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi fyrr í kvöld nýjasta eldflaugaskotið og krafðist þess að stjórnvöld í Norður-Kóreu létu af frekari eldflaugatilraunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert