Trump kallar Kim Jong-un „Rocket Man“

AFP

Donald Trump fer alltaf jafnóhefðbundnar leiðir á Twitter þegar hann upplýsir fylgjendur sína um hvað sé á döfinni hjá honum sjálfum og forsetaembættinu. Í morgun skrifaði hann ansi léttúðuga færslu þar sem hann kallaði Kim Jong-un „Rocket Man“, eða eldflaugamanninn, og sagði að langar biðraðir væru eftir eldsneyti í Norður-Kóreu.

Tilgangur Trump með færslunni var að segja frá samtali sínu við forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, sem átti sér stað í gær. Forsetarnir ræddu ástandið í Norður-Kóreu og tóku sameiginlega ákvörðun um að herða refsiaðgerðir gagnvart landinu í þeim tilgangi að einangra landið enn frekar.

„Ég talaði við Moon, forseta Suður-Kóreu, í gærkvöldi. Spurði hann hvernig eldflaugamaðurinn hefði það. Langar biðraðir eftir eldsneyti í Norður-Kóreu. Leiðinlegt fyrir þá!“ skrifaði forsetinn á Twitter.

Forsetar Bandaríkjanna og Norður-Kóreu munu leggja tillögur sínar að hertum refsiaðgerðum fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í vikunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert