Fann peninga í poka og færði löggunni

Peningapokinn var vænn sem konan fann í Feneyjum.
Peningapokinn var vænn sem konan fann í Feneyjum. Ljósmynd/Wikipedia.org

Bresk kona sem var á ferðalagi í Feneyjum fann plastpoka með 2.700 evrum eða tæplega 350 þúsund krónum. Í stað þess að grípa sjálf tækifærið og nota peningana til eigin nota færði hún lögreglunni þá til vörslu. BBC greinir frá. 

Konan sem býr í Lundúnum, og er ekki nafngreind í fjölmiðlum, fann peningapokann á svæði nálægt Rio dei Tre Ponti canal. Þetta var seint á laugardagskvöld síðastliðið.  

Lögreglan segir peningana hugsanlega tengjast glæpastarfsemi, að sögn ítalskra miðla.  

Konan á sjálf son sem er í lögreglunni. Þegar hún afhenti peningana á hún að hafa lofað störf lögreglunnar í Evrópu sem hafi staðið sig einstaklega vel í ljósi vaxandi hryðjuverkaógnar á síðustu árum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert