Stofna hafverndarsvæði um Páskaeyju

Talið er að um 140 fisktegundir lifi á svæðinu sem …
Talið er að um 140 fisktegundir lifi á svæðinu sem finnast hvergi annarsstaðar Skjáskot/Twitter

Forseti Chile, Michelle Bachelet, hefur formlega stofnað 740 þúsund ferkílómetra hafverndarsvæði í kringum hina afskekktu Páskaeyju. Með því er talið að fjöldi lífvera sem finnast hvergi annarsstaðar verði verndaðar. Friðlýsingin er afrakstur fimm ára starfs umhverfissamtaka og Rapa Nui þjóðflokksins á Páska Eyju sem er þekktur fyrir að vera mjög einangraður og fyrir dularfullar steinstyttur sem kallast Moai. 

Stofnun Rapa Nui Rahui hafnverndarsvæðisins takmarkar fiskveiðar og námugröft á svæðinu, en fiskveiðimenn á Páskaeyju verður áfram heimilt að veiða sér til matar. 

Samkvæmt náttúruverndarsamtökum sem talað höfðu fyrir hafnverndarsvæðinu verður svæðið að heimkynni tegunda sem er ógnað á heimsvísu, til að mynda tilteknar tegundir hákarla (scalloped hammerhead shark) og túnfiska (souther blue fin tuna). Talið er að í það minnsta 142 fisktegundir á svæðinu finnist hvergi annarsstaðar í heiminum. 

Hafverndarsvæðið er eitt það stærsta í heiminum
Hafverndarsvæðið er eitt það stærsta í heiminum Skjáskot/Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert