Hámarka þrýsting á N-Kóreu

Xi Jinping, forseti Kína.
Xi Jinping, forseti Kína. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína, eru sammála því að „hámarka þrýsting sinn á Norður-Kóreu”.

Hvíta húsið greindi frá þessu. Spennan á Kóreuskaganum hefur aukist mikið að undanförnu vegna eldflauga- og kjarnorkutilrauna norðurkóreskra stjórnvalda.

Leiðtogarnir tveir ræddu saman í síma um sífelldar ögranir Norður-Kóreu gagnvart alþjóðasamfélaginu og leiðir til að koma stöðugleika á í norðausturhluta Asíu.

„Leiðtogarnir tveir voru sammála um að hámarka þrýsting sinn á Norður-Kóreu með því að fylgja samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eftir á kröftugan hátt.”

Stjórn­völd í Norður-Kór­eu hafa varað við því að hert­ar refsiaðgerðir og þrýst­ing­ur af hálfu alþjóðasam­fé­lags­ins muni aðeins verða til þess að þau muni leggja auk­inn þunga í þróun kjarn­orku­áætlun­ar sinn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert