Hvetur til samstöðu þvert á trú og þjóðerni

Leiðtogi Búrma, AungSanSuuKyi, hvetur þjóðir heims til þess að veita þjóð sinni aðstoð vegna flóttamannavandans sem Sameinuðu þjóðirnar segja vera þjóðernishreinsanir. Hún hvetur til samstöðu þvert á trú og þjóðerni. Þetta er meðal þess sem kom fram í hálftímalöngu ávarpi sem hún flutti í sjónvarpi í nótt.

Rohingjar sem hafa flúið til Bangladess.
Rohingjar sem hafa flúið til Bangladess. AFP

„Hatur og ótti eru helstu plágurnar í okkar heimi,“ sagði Suu Kyi meðal annars en hún hefur sætt harðri gagnrýni af hálfu alþjóðasamfélagsins vegna ofbeldis sem rohingjar hafa orðið fyrir í Rakhine-ríki í Búrma.

Aung San Suu Ky.
Aung San Suu Ky. AFP

Ofbeldisaldan hófst 25. ágúst og hafa hundruð rohingja látist og yfir 410 þúsund þeirra flúið undan hersveitum Búrma til Bangladess. Rohingjar eru minnihlutahópur í Búrma og eru ríkisfangslausir. Flestir þeirra eru múslímar en flestir íbúar Búrma eru búddistar. 

„Við viljum ekki að Búrma verði ríki sem er klofið eftir trú eða uppruna,“ segir Suu Kyi í ávarpi sínu og bætir við að allir eigi sama rétt þrátt fyrir ólíkan uppruna.

Hún lýsti harmi sínum yfir öllum þeim sem eru á vergangi vegna ofbeldis í heiminum og að land hennar sé reiðubúið til þess hvenær sem er að taka við flóttafólkinu aftur og staðfesta réttarstöðu þeirra. Hins vegar er ekki vitað hversu margir þeirra 410 þúsund sem hafa flúið Búrma teljist eiga rétt á að snúa aftur. Því endalaust er deilt um réttarstöðu þeirra í Búrma.

Rohingjar á flótta.
Rohingjar á flótta. AFP

Herinn í  Búrma hefur áður sagt að hann muni ekki taka aftur við fólki sem tengist hryðjuverkamönnum og segir að margir flóttamannanna komi frá hundruð þorpa rohingja sem hafa verið brennd til kaldra kola.

Innan Búrma segja stuðningsmenn Suu Kyi að hún hafi ekki völd til þess að stjórna hernum en hún deilir völdum í landinu með honum. 

Sameinuðu þjóðirnar hafa sakað herinn í Búrma um þjóðernishreinsanir þar sem rohingjar hafa verið teknir af lífi og þorp þeirra brennd til ösku. Herinn neitar ásökunum og heldur því fram að um eðlileg viðbrögð sé að ræða við árásum vígamanna rohingja í lok ágúst sem herinn segja vera öfgasinnaða hryðjuverkamenn frá Bangali. 

Horft yfir til Rakhine frá strönd Bangladess.
Horft yfir til Rakhine frá strönd Bangladess. AFP

Síðan þá hefur tæplega helmingur rohingja í Rakhine flúið yfir til nágrannaríkisins, Bangladess, þar sem þeir eru að veslast upp í einum af stærstu flóttamannabúðum heims.

Auk þeirra hafa um 30 þúsund íbúar Rakhine, sem eru búddatrúar eða hindúar, flúið land eftir árásir vígasveita rohingja, Arakan Rohingya Salvation Army (ARSA), 25. ágúst.

Suu Kyi ákvað að mæta ekki á allsherjarþing SÞ í New York í vikunni til þess að takast á við krísuna heima fyrir og flutti þess í stað sjónvarpsávarp sitt í nótt.

Aung San Suu Kyi.
Aung San Suu Kyi. AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert