Lögreglan í Malmö særði mann alvarlega

norden.org

Lögreglan í Malmö særði mann alvarlega í nótt eftir að maðurinn réðst á hana en ekki hefur verið upplýst um hvort maðurinn hafi verið vopnaður. Lögreglan í Skåne segir að ekki hafi verið annað hægt en að skjóta á manninn.

Maðurinn er sakaður um tilraun til manndráps en hann er alvarlega særður á sjúkrahúsi. Saksóknari hjá sérstakri rannsóknardeild sænsku lögreglunnar fer með rannsókn málsins.

Um er að ræða tvær rannsóknir - rannsókn á morðtilraun mannsins og viðbrögð lögreglu. Svæðið í kringum Nikolaigatan, þar sem árásin átti sér stað, hefur verið lokað vegna rannsóknar lögreglu frá því lögregla skaut manninn.

Frétt Aftonbladet

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert