Eyjarskeggjar furða sig á lottóráðgátu

Aðeins 180 manns búa á eyjunni þar sem vinningsmiðinn var …
Aðeins 180 manns búa á eyjunni þar sem vinningsmiðinn var keyptur. Twitter

Íbúar Bjarnareyjar (Bere Island) við Írland iða vegna lottóráðgátu en upplýst hefur verið um að 500 þúsund evra Euro Jackpot-vinningsmiði hafi verið keyptur á eyjunni. Einungis 180 manns búa þar en enginn hefur gefið sig fram. BBC greinir frá. 

Afgreiðslukona á eina lottósölustað eyjunnar segist einungis hafa selt nokkra miða en frá því að upplýst var um vinninginn hefur síminn ekki hætt að hringja. Hún segist viss um að miðinn hafi verið keyptur af íbúa eyjunnar, en bætir við að hún hafi því miður ekki unnið. Þá segist hún vera bundin þagnarskyldu og geti því miður ekki bent á þá fáu sem keyptu miða á eyjunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert