Snjóar á fjallvegum í Noregi

Það er ekki komið skíðafæri þrátt fyrir snjó á fjallvegum …
Það er ekki komið skíðafæri þrátt fyrir snjó á fjallvegum í Noregi. AFP

Keðjur og vetrardekk er búnaður sem Vegagerðin í Noregi mælir með fyrir þá sem eiga leið um E6 þjóðveginn um Dovre í Guðbrandsdal. Ástæðan er mikil snjókoma í morgun. Snjókoman er óvenjusnemma á ferðinni þetta haustið á þessum slóðum og eru flestir bílar enn á sumardekkjum.

Ingvill Bredeland, hjá norsku Vegagerðinni, mælir með því við þá sem enn eru á sumardekkjum að bíða með ferðalög á þessum slóðum og að flutningabílar setji keðjur undir.

Búið er að ryðja leiðina en þrátt fyrir það er ekki talið ráðlagt að keyra þar á sumardekkjum, samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins.

Mjög hefur snjóað á fjalllendum svæðum og norðarlega í Noregi í nótt og í morgun.

Frétt NRK í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert