Tony Abbott skallaður af „já-sinna“

Tony Abbott sem brúðir Tony Abbott. Forsætisráðherrann fyrrverandi er á …
Tony Abbott sem brúðir Tony Abbott. Forsætisráðherrann fyrrverandi er á móti hjónaböndum hinsegin fólks og segir þau ógna trú- og tjáningarfrelsi Ástrala. AFP

Tony Abbott, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, var skallaður í Hobart í Tasmaníu í dag, þar sem hann átti hádegisverðarfund með andstæðingum lögleiðingar hjónabanda hinsegin fólks.

Að sögn ráðherrans var árásarmaðurinn stuðningsmaður hjónabanda hinsegin fólks, sem kallaði í hann og vildi fá að taka í höndina á honum. „Ég gekk til hans til að heilsa honum og þá skallaði hann mig,“ sagði Abbott í við útvarpsstöðina 3AW.

Hann hlaut bólgna vör en var ómeiddur að öðru leyti.

Malcolm Turnbull, núverandi forsætisráðherra, setti sig í samband við Abbott þegar hann frétti af atvikinu og talaði inn á talhólfið hans, að sögn talsmanns síðarnefnda.

Árásin hefur verið fordæmd af talsmanni The Equality Campaign, sem segir ekkert rúm fyrir ofbeldi í jafnréttisumræðunni. „Þetta snýst um að koma fram við fólk af jafnræði, virðingu og reisn,“ sagði þingmaðurinn Alex Greenwich á Twitter.

Óbindandi þjóðaratkvæðagreiðsla stendur nú yfir í Ástralíu um hjónabönd hinsegin fólks en Abbott hefur barist gegn lögleiðingu og segir hana ógna trú- og tjáningarfrelsi í landinu.

Guardian sagði frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert