Enn einn skjálftinn í Mexíkó

Jarðskjálfti sem mældist 6,2 stig reið yfir Mexíkó í dag og olli skjálftinn mikilli skelfingu meðal íbúa í Mexíkóborg. Þar eru björgunarmenn enn að reyna að bjarga fólki undan rústum húsa eftir skjálftann á þriðjudag.

Ekki þótti óhætt að halda björgunarstarfinu áfram fyrst eftir að skjálftinn reið yfir í dag en ekki er vitað um mannfall af völdum skjálftans. Upptök hans eru mun sunnar en skjálftinn á þriðjudag. Hann mældist 7,1 stig og eru tæplega 300 látnir. Óttast er að skjálftinn í dag dragi úr líkum að fleirum verði bjargað þar sem brak færðist til og frá í skjálftanum í dag.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert