Halda ró sinni á Balí

Agung-fjall skartaði sínu fegursta í morgunsárið þrátt fyrir jarðhræringar
Agung-fjall skartaði sínu fegursta í morgunsárið þrátt fyrir jarðhræringar AFP

Jarðhræringarnar viðAgung-fjall á Balí hafa lítil áhrif haft á ferðamannastaði annars staðar á eyjunni. Þetta segir Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, sem staddur er á eyjunni Gili rétt utan Bali. „Maður sér fjallið, sem hefur verið að byrsta sig, í fjarska. En þetta hefur í sjálfu sér engin áhrif á þá sem hér eru.“ Hann segir engar ráðstafanir hafa verið gerðar á svæðinu og fólk haldi ró sinni.

Karl Blöndal aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins.
Karl Blöndal aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Það eru mjög miklar ráðstafanir í kringum fjallið sjálft og talað um að svæði í níu kílómetra radíus frá fjallinu hafi verið rýmt. Það er auðvitað mjög eðlilegt að það sé gripið til þessara varúðarráðstafana af því þegar fjallið gaus síðast, 1963, þá fórust um 1100 manns og menn vilja ekki að það endurtaki sig.“

Engar raskanir hafa orðið á flugi en hefjist eldgos er viðbúið að svo geti farið. Rútur eru til taks við flugvöllinn tilbúnar að flytja fólk á öruggan stað ef flug falla niður. Karl á þó ekki von á öðru en að komast heim á réttum tíma. „Menn í mínum hópi tala aðallega um fréttirnar sem birtast í fjölmiðlum heima.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert