Snögg viðbrögð björguðu mannslífum

Snögg viðbrögð fransks ferðamanns komu á þriðja tug farþega langferðabifreiðar til bjargar í austurrísku Ölpunum í gær.

Maðurinn, sem er 65 ára gamall, var einn farþega í rútunni þegar bílstjóri hennar veiktist skyndilega og leið útaf á ferð hátt upp í Ölpunum, skammt frá borginni Schwas. Rútan fór útaf og vó hluti hennar salt ofan á vegriði en fyrir neðan var um 100 metra gljúfur. Frakkinn stökk úr sæti sínu og náði að stíga á hemla rútunnar á síðustu sekúndu áður en hún fór fram af. 

„Við vorum hársbreidd frá stórslysi,“ segir talsmaður lögreglunnar og bætir við að það hafi ótrúleg heppni að viðbrögð mannsins voru með þessum hætti. Níu voru fluttir á sjúkrahús með minniháttar meiðsl.

Frá austurrísku Ölpunum.
Frá austurrísku Ölpunum. Wikipedia
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert