Ungur Norðmaður fannst látinn í Frakklandi

Avignion.
Avignion. Wikipedia

Rúmlega tvítugur norskur námsmaður, Ommund Veim Eikje, fannst látinn í franska bænum Avignon á fimmtudagskvöldið. Eikje hafði verið saknað frá því í lok ágúst.

Eikje, sem er frá bænum Tysvær í Norður-Rogalandi, fannst látinn fyrir neðan brekku við sögulegt varnarvirki í borginni, samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins.

Um er að ræða vinsælan stað meðal ferðamanna til að taka myndir. Er talið að hann hafi fallið af klettinum. Fyrir tilviljun rákust menn, sem voru við vinnu á svæðinu, á líkið. Talið er að um slys hafi verið að ræða, segir Ove Eikje.  

Eikje var nemandi við háskólann í Bergen og ferðaðist til Frakklands 22. ágúst en þar ætlaði hann að leggja stund á nám í frönskum bókmenntum í skiptinámi á yfirstandandi önn.

Fjölskyldan heyrði síðast frá honum 31. ágúst þegar hann sendi þeim mynd af íbúðinni sem hann hafði tekið á leigu. Síðan þá hefur enginn heyrt frá honum, hvorki vinir né ættingjar. 2. september tók hann út af reikningi í hraðbanka og var um það leyti lýst eftir honum á öllu Schengen-svæðinu. 

Frétt NRK

mbl.is

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Fágæt tímarit til sölu, Birtingur, Jökull, Líf og list o.fl.
til sölu nokkur fágæt tímarit, Jökull, tímarit jöklarannsóknarfélagsins 1-47 á...
Teikning eftir Mugg til sölu
Til sölu blýants- og tússteikning eftir Mugg, stærð 17,5x22 cm. Úr seríunni Sjöu...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...