Grunar að mannránið sé uppspuni

Chloe Ayling.
Chloe Ayling.

Verjandi manns sem grunaður er um að hafa átt þátt í að ræna breskri fyrirsætu, telur líkur á að málið sé uppspuni frá rótum. Um sé að ræða kynningarbrellu [e. publicity stunt]. Þetta kom fram fyrir dómi í dag.

Fregnir bárust af því í ágúst að breskri fyrirsætu, Chloe Ayling, hefði verið rænt í Mílanó á Ítalíu. Þangað hefði hún ferðast til að fara í myndatöku. Henni hefði verið byrluð ólyfjan og hún numin á brott. Henni hefði verið haldið fanginni í viku, af pólskum manni sem búsettur væri í Bretlandi. Hann hefði reynt að selja konuna á uppboði.

Lukasz Pawel Herba var í kjölfarið handtekinn og ákærður, grunaður um að hafa skipulagt mannránið. Að sögn saksóknara gaf hann afar ótrúverðugar skýringar á atvikinu. Herba er sagður hafa krafið umboðsmann stúlkunnar og fjölskyldu hennar um lausnarfé; 300 þúsund evrur í bitcoin-rafmynt.

Herba er í varðhaldi á Ítalíu en hann skilaði Ayling í breska sendiráðið 17. júlí, sex dögum eftir að hún á að hafa horfið. Hann neitar sök í málinu.

Bróðir hans, Michal Herba, var fyrir rétti í Bretlandi í dag þar sem hann mótmælti því að verða framseldur til Ítalíu vegna rannsóknar á meintri aðild hans að málinu. Lögmaður hans, George Hepburne Scott, sagði fyrir dómi að ýmis vandkvæði væru við málflutning konunnar og þau gæfu til kynna að ásakanirnar væru falskar. „Það er raunveruleg hætta á að málið sé uppspuni,“ sagði hann og bætti við að svo virtist sem ítalska lögreglan hefði verið blekkt.

Eitt af þeim atriðum sem lögmaðurinn sagði fyrir dómi að vekti grunsemdir sínar væri að fyrirsætan og hinn meinti mannræningi hefðu farið saman að kaupa á hana skó, á meðan hún hefði átt að vera í haldi. Hann sagði líka að ásakanirnar á hendur umbjóðanda hans væru mjög ónákvæmar og skortur væri á sönnunargögnum.

Afstöðu Westminister Magistrates Court til framsalsbeiðninnar er að vænta á föstudag.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Kristalsljósakrónur - Grensásvegi 8
Ný sending af glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...